Malbikun október 2023

Málsnúmer 202310028

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1083. fundur - 12.10.2023

Samkvæmt tillögu frá Eigna- og framkvæmdadeild 3. október sl. var tekin ákvörðun um að nýta tækifærið að malbikunarbíllinn kom í Dalvíkurbyggð 4. október sl. og var það metin síðustu forvöð að malbika. Lagt var til að setja yfirlögn á Smáraveg og Sandskeið við grjótgarð, áætlaður kostnaður um 16 m.kr. Þar sem ekki hefur náðst að fara í öll verkefni ársins 2023 þá er metin svigrún innan heildarheimildar.

Byggðaráð staðfesti í rafpósti þann 3. október sl. að veita heimild fyrir ofangreindu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum kostnaði á deild 32200; framkvæmdir við götur, gangstéttir og stíga.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt tillögu frá Eigna- og framkvæmdadeild 3. október sl. var tekin ákvörðun um að nýta tækifærið að malbikunarbíllinn kom í Dalvíkurbyggð 4. október sl. og var það metin síðustu forvöð að malbika. Lagt var til að setja yfirlögn á Smáraveg og Sandskeið við grjótgarð, áætlaður kostnaður um 16 m.kr. Þar sem ekki hefur náðst að fara í öll verkefni ársins 2023 þá er metin svigrún innan heildarheimildar. Byggðaráð staðfesti í rafpósti þann 3. október sl. að veita heimild fyrir ofangreindu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum kostnaði á deild 32200; framkvæmdir við götur, gangstéttir og stíga."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og vísar áætluðum kostnaði vegna malbikunar og yfirlögn á Smáraveg og Sandskeið við grjótgarð, kr. 16.000.000, á deild 32200; framkvæmdir við götur, gangstéttar og stíga.