Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 12. október, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 fyrir hönd framkvæmdasviðs vegna ledvæðingar í Dalvíkurskóla. Fjárheimild ársins er búin en verkinu ekki lokið. Því er óskað eftir kr. 1.000.000 við lið 32200-11602, verknúmer E2205. Verkið stendur nú í kr. 15.375.932. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við fjárhagsáætlun 2023, viðauki nr. 34 á lið 32200-11602 - verknúmer E2205, svo hægt sé að ljúka verkefninu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.