Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagett þann 3. október 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna kaupa á matvörum. Mikil hækkun hefur orðið á vöruverði almennt og börnum með fæðuóþol / ofnæmi hefur fjölgað. Óskað er eftir kr. 2.000.000 viðauka við deild 04140, liður 2110. Bókfærð staða er nú kr. 8.282.348 og áætlað kr. 9.059.735 út árið.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.000.000, viðauki nr. 35 við fjárhagsáætlun 2023, á lið 04140-2110 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."