a)Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2023 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að gera ráð fyrir viðaukum 1-19 auk gera eftirfarandi breytingar:
Öll lántaka tekin út árin 2023-2026.
Verðbólga 2023 sett í 8,9%.
Verðbólguspá skv. Þjóðhagsspá í mars 2023 sett inn í líkan 2024-2026.
Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er áætluð kr. 132.888.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta(Sveitarstjóður og Eignasjóður) er áætluð kr. 115.999.000.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar kr. 422.545.000.
Handbært fé frá rekstri fyrir Samstæðu A- og B- hluta er áætlað kr. 420.751.000.
b) Vegna breytinga á Samgönguáætlun þá leggja sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs til að áætluð fjárfesting Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, hlutdeild í framkvæmdum vegna Norður-Suður hafnagarðs, að upphæð 30 m.kr. verði færð af árinu 2023 og yfir á árið 2024 þannig að framkvæmdin færist um eitt ár. Árið 2025 verði þá gert ráð fyrir 20 m.kr. í þriggja ára áætlun í stað á árinu 2024.
c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2023 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að gera ráð fyrir viðaukum 1-23 - sjá ofangreinda viiðauka samþykkta til viðbótar.
Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er áætluð kr. 113.108.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta(Sveitarstjóður og Eignasjóður) er áætluð kr. 94.771.000.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta eru áætlaðar kr. 392.545.000.
Handbært fé frá rekstri fyrir Samstæðu A- og B- hluta er áætlað kr. 400.371.000.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka, viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun 2023, þannig að fjárfesting að upphæð kr. 30.000.000 á málaflokki 42 vegna Norður- Suður hafnagarðs verði 0 árið 2023 og færist þannig um eitt ár. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé og að hann verði hluti af heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2023.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2023 eins og hann liggur fyrir með viðaukum 1-23 og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlunarlíkani.