Á 1064. fundi byggðaráðs þann 13. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 5. mars 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að nýta endurgreiðslu á virðisaukaskatti að upphæð kr. 841.381 til endurnýjunar á skóbúnaði liðsmanna. Fyrir liggur tilboð að upphæð kr. 811.456 fyrir innkaupum á 20 pörum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og heimilar slökkviliðsstjóra að nýta aukatekjur til kaupa á skóbúnaði fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."