Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2022 og endurskoðun

Málsnúmer 202301003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1065. fundur - 18.04.2023

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13.15:
Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG.

Aðalmenn úr sveitarstjórn:
Lilja Guðnadóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir, kl. 13:45,

Sviðsstjórar fagsviða:
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs.



Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022.
Þorsteinn vék af fundi kl. 14:07.
Lilja, Katrín Sif, Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:09.


Byggðaráð þakkar endurskoðanda fyrir yfirferðina.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 25. apríl nk.

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 1065. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13.15: Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG. Aðalmenn úr sveitarstjórn: Lilja Guðnadóttir. Katrín Sif Ingvarsdóttir, kl. 13:45, Sviðsstjórar fagsviða: Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs. Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:07. Lilja, Katrín Sif, Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:09. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar endurskoðanda fyrir yfirferðina. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 25. apríl nk."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum ársreikningsins.

Helstu niðurstöður:
Rekstur Samstæðu A- og B- hluta er jákvæður um kr. 173.736.000.
Rekstur A- hluta ( Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæður um kr. 174.271.000.
Rekstur Aðalsjóðs er jákvæður um kr. 148.927.659.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta voru kr. 131.212.000, þarf af fjárfestingar A- hluta kr. 102.815.000.
Skuldaviðmið skv. reglugerð er 24,8% og skuldahlutfall - skuldir/rekstrartekjur er 70,2% fyrir Samstæðuna A- og B- hluta. Skuldir og skuldbindingar á íbúa eru kr. 1.094.000.
Laun og launatengd gjöld eru 56,6% af rekstrartekjum fyrir Samstæðuna.
Velturfjárhlutfallið er 1,81.

Einnig tóku til máls:
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 1065. fundi byggðaráðs þann 18. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13.15: Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG. Aðalmenn úr sveitarstjórn: Lilja Guðnadóttir. Katrín Sif Ingvarsdóttir, kl. 13:45, Sviðsstjórar fagsviða: Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs. Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:07. Lilja, Katrín Sif, Eyrún og Gísli viku af fundi kl. 14:09. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar endurskoðanda fyrir yfirferðina. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 25. apríl nk." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2022, sundurliðun ársreiknings 20212 skýrsla til sveitarstjóra um stjórnsýsluendurskoðun 20212og endurskoðunarskýrsla 2022. Til máls tók:Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum ársreikningsins.

Helstu niðurstöður:
Rekstur Samstæðu A- og B- hluta er jákvæður um kr. 173.736.000.
Rekstur A- hluta ( Aðalsjóður og Eignasjóður) er jákvæður um kr. 174.271.000.
Rekstur Aðalsjóðs er jákvæður um kr. 148.927.659.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta voru kr. 131.212.000, þarf af fjárfestingar A- hluta kr. 102.815.000.
Skuldaviðmið skv. reglugerð er 24,8% og skuldahlutfall - skuldir/rekstrartekjur er 70,2% fyrir Samstæðuna A- og B- hluta. Skuldir og skuldbindingar á íbúa eru kr. 1.094.000.
Laun og launatengd gjöld eru 56,6% af rekstrartekjum fyrir Samstæðuna.
Velturfjárhlutfallið er 1,81.
Niðurstaða: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitastjórn."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 eins og hann liggur fyrir og áritar reikninginn því til staðfestingar ásamt ábyrgðar- og skuldbindingayfirliti.