Tekið fyrir erindi frá matvælaráðuneytinu, bréf dagsett þann 12. desember sl., þar sem fram koma upplýsingar um úthlutun byggðakvóta innan sveitarfélagsins fiskveiðiárið 2022/2023:
Árskógssandur 180 þorskígildistonn (var 195).
Dalvík 65 þorskígildistonn (var 70).
Hauganes 15 þorskígildistonn (var 15).
Alls samtals í Dalvíkurbyggð 260 þorskígildistonn sem er lækkun um 20 tonn frá fiskveiðiárinu 2021/2022.
Sveitarfélögum er gefinn frestur til 13. janúar nk. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur og verða reglurnar síðan til kynningar á vef ráðuneytisins til 23. janúar nk. og í framhaldinu verða þær teknar til efnislegrar meðferðar. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta.
Hægt er nálgast reglur Dalvíkurbyggðar fyrir fiskiveiðiárið 2021/2022 á heimasíðu ráðuneytisins
https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/sjavarutvegur-og-fiskeldi/sjavarutvegur/byggdakvoti/reglur-byggdakvota-2021-2022/