Erindi frá UNICEF á Íslandi til Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202209128

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1040. fundur - 06.10.2022

Tekið fyrir erindi frá UNICEF, rafpóstur dagsettur þann 28. september 2022, þar sem samtökin hvetja sveitarfélagið til að fjölga tækifærum barna til áhrifa með því að efla störf ungmennaráðs eða með stofnun ungmennaráðs sé það ekki til staðar. Í erindinu koma einnig fram 12 ráð til ráðamanna til að efla ungmennaráð sveitarfélaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til ungmennaráðs og íþrótta- og æskulýðsráðs og óskar eftir tillögum um hvernig Dalvíkurbyggð getur aukið tækifæri barna til áhrifa í sveitarfélaginu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 167. fundur - 03.12.2024

Erindið lagt fyrir ráðið.
Lagt fram til kynningar