Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022

Málsnúmer 202209100

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Í ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands er skorað á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.

Það er einlæg ósk Skógræktarfélags Íslands að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 6. fundur - 11.01.2023

Í ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands er skorað á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.

Það er einlæg ósk Skógræktarfélags Íslands að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsráð leggur áherslu á að tekið verði tillit til sjónarmiða Skógræktarfélags Íslands í fyrirhugaðri aðalskipulagsgerð Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.