Frá G.Ben útgerðafélagi ehf.; Árbakki - Fyrirspurn um nýtingu forkaupsréttar

Málsnúmer 202209071

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1040. fundur - 06.10.2022

Tekið fyrir erindi frá G.Ben útgerðarfélagi ehf. varðandi fyrirhugaða sölu á eign þeirra á Árskógssandi, Árbakka F215-6698. Í erfðafestulóðarleigusamningi er kveðið á um í 7. lið forkaupsrétt landeiganda og sérstaka tilkynningarskyldu áður en öðrum sé selt húsnæðið. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins hvort það hyggist nýta sér forkaupsréttinn eða ekki.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til framkvæmdasviðs til frekari skoðunar fyrir næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 1049. fundur - 24.11.2022

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá G.Ben útgerðarfélagi ehf. varðandi fyrirhugaða sölu á eign þeirra á Árskógssandi, Árbakka F215-6698. Í erfðafestulóðarleigusamningi er kveðið á um í 7. lið forkaupsrétt landeiganda og sérstaka tilkynningarskyldu áður en öðrum sé selt húsnæðið. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins hvort það hyggist nýta sér forkaupsréttinn eða ekki.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til framkvæmdasviðs til frekari skoðunar fyrir næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá lögmönnum PACTA, dagsettur þann 18. nóvember sl., þar sem fram kemur að sveitarfélagið er ekki að missa neinn rétt með því að hafna forkaupsrétti að þessu sinni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna því að sveitarfélagið nýti sér forkaupsréttinn vegna sölu á Árbakka F215-6698. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð beinir því til framkvæmdasviðs og skipulagsráðs að kanna hvort forsendur eru fyrir nýjum og uppfærðum lóðarleigusamningi við núverandi eigendur.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022


Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá G.Ben útgerðarfélagi ehf. varðandi fyrirhugaða sölu á eign þeirra á Árskógssandi, Árbakka F215-6698. Í erfðafestulóðarleigusamningi er kveðið á um í 7. lið forkaupsrétt landeiganda og sérstaka tilkynningarskyldu áður en öðrum sé selt húsnæðið. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins hvort það hyggist nýta sér forkaupsréttinn eða ekki.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til framkvæmdasviðs til frekari skoðunar fyrir næsta fund byggðaráðs.Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá lögmönnum PACTA, dagsettur þann 18. nóvember sl., þar sem fram kemur að sveitarfélagið er ekki að missa neinn rétt með því að hafna forkaupsrétti að þessu sinni.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna því að sveitarfélagið nýti sér forkaupsréttinn vegna sölu á Árbakka F215-6698. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð beinir því til framkvæmdasviðs og skipulagsráðs að kanna hvort forsendur eru fyrir nýjum og uppfærðum lóðarleigusamningi við núverandi eigendur.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarfélagið nýti sér ekki forkaupsréttinn vegna sölu á Árbakka F215-6698.