Frá Framkvæmdasviði; Beiðni um viðauka vegna lagfæringa á lóðamörkum við Hringtún 5

Málsnúmer 202208063

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 15. ágúst sl, þar sem óskað er eftir viðauka vegna viðhalds gatna og gangstétta á deild 10300 að upphæð kr. 5.000.000. Um er að ræða framkvæmdir vegna sigs í gangstétt norðan við Hringún 5. Fyrirhugað er að steypa lágan stoðvegg á lóðarmörkunum.

Helga Íris vék af fundi kl. 14:04.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka allt að kr. 5.000.000 við deild 10300, viðauki nr. 17 við fjárhagsáætlun 2022, vegna ofangreinds verkefnis.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á deild 32200 um kr. 2.500.000 vegna verkefnis; "Gangbraut frá ferjubryggju að verbúðum". Rökin eru að gera þarf breytingar síðar vegna deiliskipulags. Restinni, að upphæð kr. 2.500.000, verði mætt með lækkun á handbæru fé.