Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð hefur móttekið erindi Skipulagsstofnunar, dags. 26/07/2022, þar sem óskað er eftir umsögn vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við Dalvíkurlínu 2 - 66 KV jarðstrengur á milli Akureyrar og Dalvíkur. Framkvæmdin er tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu til Skipulagsstofnunar skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. / Í framkvæmdarlýsingu kemur fram að gert er ráð fyrir lagningu á 41 km löngum jarðstreng og nær framkvæmdasvæðið frá Rangárvöllum á Akureyri til Dalvíkur. Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja örugga orkuafhendingu á Dalvík með tvöfaldri tengingu við meginflutningskerfið. Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar telur að gerð sé ítarlega grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, mögulegum umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. Umhverfisráð telur að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fyrirhuguð framkvæmd fer að hluta til um hverfisverndarsvæði 807-Hv og 819-Hv og um Friðland Svarfdæla. Mikilvægt er að tryggja mótvægisaðgerðir svo fyrirhuguð framkvæmd raski ekki landslagi og lífríki á svæðinu. Umhverfisráð leggur áherslu á nýta framkvæmdina við stígagerð og að samþykki allra landeigenda, sem hagsmuna eiga að gæta, liggi fyrir áður en framkvæmdir við lagningu hefjast. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélaginu sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin er mikilvægur liður í að tryggja innviðaöryggi í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.