Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett þann 18. júlí sl. þar sem óskað er umsagnar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað. Umsóknin er frá Bruggsmiðjunni Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22. Umsögn sveitarstjórnar skal vera skýr og rökstudd og í henni þarf að koma fram hvort þau skilyrði sem talin eru upp í erindinu séu uppfyllt.
Á 374. fundi umhverfisráðs þann 8. ágúst sl. var ofangreint erindi tekið fyrir og eftirfarandi bókað:
"Tekin er fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfisumsóknar Bruggsmiðjunnar Kalda ehf. til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22, Árskógssandi. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum gerir umhverfisráð ekki athugasemdir við að Bruggsmiðjan Kaldi fái leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað að Öldugötu 22, enda sé starfsemin í samræmi við skipulagsskilmála. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 17. afgreiðslufundi byggingafulltrúa, þann 20. júlí sl., var ofangreint erindi tekið fyrir og eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi dagsett 18. júlí 2022. Óskað er umsagnar byggingafulltrúa vegna umsóknar Bruggsmiðjunnar Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22 á Árskógssandi. Byggingafulltrúi veitir jákvæða umsögn. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn slökkviliðsstjóra, dagsett þann 25. júlí 2022, sem gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, dagsett þan 3. ágúst sl., þar sem fram kemur að HNE gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt.
Einnig fylgir með fundarboði drög að svarbréfi til Sýslumannsins á Suðurlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.