Tekinn fyrir rafpóstur frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara, dagsettur þann 21. september sl., þar sem kynnt er sameiginleg áskorun til stjórnvalds og þess óskað að fjallað verði um erindið á fundi sveitarstjórnar. Skorað er á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.Til skemmri tíma þurfa sveitarstjórnir að lækka álagningarprósentu fasteignaskatta og -gjalda til að sporna gegn sjálfvirkum
hækkunum álagna. Til lengri tíma þurfa ríki og sveitarfélög að ná saman um leiðir til að breyta óskiljanlegu og ósanngjörnu kerfi þar sem skattlagning fólks og fyrirtækja eltir sveiflur í eignaverði.