Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu um auglýsingu á fundum sveitarstjórnar:
a)
Sveitarstjórn samþykkir að í upphafi kjörtímabils verði auglýst hvernig fundir sveitarfélagsins verði auglýstir á kjörtímabilinu og með hvaða fyrirvara, eins og kveður á um í 15. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum.
Enginn tók til máls.
Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu um fundi sveitarstjórnar:
b)
Sveitarstjórn samþykkir að fundir sveitarstjórnar verði að jafnaði haldnir þriðja þriðjudag hvers mánaðar í Ráðhúsi Dalvíkur, í Upsa á 3. hæð kl. 16:15 og verði auglýstir með tveggja daga fyrirvara á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Enginn tók til máls.
Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu um fundi byggðaráðs:
c)
Sveitarstjórn samþykkir að fundir byggðarráðs verði að jafnaði haldnir hvern fimmtudag kl. 13:15.
Enginn tók til máls.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um fundartíma sveitarstjórnar.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um fundartíma byggðaráðs.