Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Landsþing og landsþingsfulltrúar

Málsnúmer 202205162

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 346. fundur - 08.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 6. maí sl., þar sem vakin er athygli á að dagana 28. - 30. september nk. verður landsþing Sambandsins haldið á Akureyri. Öll sveitarfélög á landinu sem eiga aðild að Sambandinu eiga rétt til að senda fulltrúa á landsþingið í samræmi við íbúafjölda í viðkomandi sveitarfélagi. Þá eiga framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. bæjar- og sveitarstjórar, rétt til setu á landsþingi með málfrelsi og tillögurétti. Mikilvægt er að sveitarfélög tilnefni landsþingsfulltrúa á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar. Að þeim fundi loknum þarf að senda kjörbréf á Sambandið, í síðasta lagi 15. júlí nk.
Samkvæmt 4. lið hér að ofan þá eru eftirtalin kjörin sem fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga;
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmenn:
Helgi Einarsson (K)
Katrín Sigurjónsdóttir (B)
Varamenn:
Freyr Antonsson (D)
Lilja Guðnadóttir (B)

Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rafpóstur dagsettur þann 6. maí sl., þar sem vakin er athygli á að dagana 28. - 30. september nk. verður landsþing Sambandsins haldið á Akureyri. Öll sveitarfélög á landinu sem eiga aðild að Sambandinu eiga rétt til að senda fulltrúa á landsþingið í samræmi við íbúafjölda í viðkomandi sveitarfélagi. Þá eiga framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. bæjar- og sveitarstjórar, rétt til setu á landsþingi með málfrelsi og tillögurétti. Mikilvægt er að sveitarfélög tilnefni landsþingsfulltrúa á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar. Að þeim fundi loknum þarf að senda kjörbréf á Sambandið, í síðasta lagi 15. júlí nk. Samkvæmt 4. lið hér að ofan þá eru eftirtalin kjörin sem fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga; Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga Aðalmenn: Helgi Einarsson (K) Katrín Sigurjónsdóttir (B) Varamenn: Freyr Antonsson (D) Lilja Guðnadóttir (B) Enginn tók til máls. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 10. júní sl., þar sem fram kemur að búið er að taka frá herbergi fyrir landsþingsfulltrúa en þar sem ekki er hægt að halda herbergjunum nema í takmarkaðan tíma er mælt með að sveitarfélög taki strax frá herbergi í sínu nafni.
Lagt fram til kynningar.