Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:35 og tók við fundarstjórn.
Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið vék af fundi Guðmundur St. Jónsson kl. 14:47 vegna vanhæfis. Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022, dagsett þann 5. maí 2022, í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. Óskað er eftir niðurfellingu framlags til Fiskidagsins upp á kr. 10.800.000 sem er sú heildarupphæð sem gert var ráð fyrir til hátíðarinnar á fjárhagsáætlun 2022, þ.e. kr. 5.500.000 beint fjárframlag til Fiskidagsins mikla skv. samningi og kr. 5.300.000 áætlaður beinn umframkostnaður sveitarfélagsins vegna hátíðarinnar. Lagt er til að fjárhæðin komi til hækkunar á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2022, deild 05710, að upphæð kr. - 10.800.000 og til hækkunar á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."