Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki I

Málsnúmer 202204135

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1026. fundur - 05.05.2022

a) Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs drög að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2022 þar sem búið er að setja inn raunniðurstöður ársins 2021 í fjárhagsáætlunarlíkan.Í framhaldinu verða settir inn þeir viðaukar sem samþykktir hafa verið á árinu sem og þeir viðaukar sem verða samþykktir á þessum fundi.

b) Sviðsstjóri kynnti einnig viðaukabeiðni vegna heildarviðauka launa vegna ytri áhrifa, að upphæð kr. 27.416.659. Um er að ræða nýja kjarasamninga hjá nokkrum félögum, nýja vörpun starfsheita hjá KVH og LSS, nýjar launatöflur vegna hagvaxtarauka og leiðréttingu á vaktavinnuhvata í íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Áætlað er að um 21 m.kr. vegna þessa viðauka megi rekja til hagvaxtarauka lífskjarasamninga. Ekki var gert ráð fyrir áhrifum hagvaxtaraukans í fjárhagsáætlun 2022 þar sem upplýsingar um lágu ekki fyrir við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2022 til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar að teknu tilliti til þeirra viðauka sem staðfestar hafa verið og þeirra tillagna að viðaukum sem liggja fyrir á þessum fundi.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka vegna launa eins og hann liggur fyrir að upphæð kr. 27.416.659 vegna fjárhagsáætlunar 2022 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Byggðaráð vísar viðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2022.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
a) Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs drög að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2022 þar sem búið er að setja inn raunniðurstöður ársins 2021 í fjárhagsáætlunarlíkan.Í framhaldinu verða settir inn þeir viðaukar sem samþykktir hafa verið á árinu sem og þeir viðaukar sem verða samþykktir á þessum fundi. b) Sviðsstjóri kynnti einnig viðaukabeiðni vegna heildarviðauka launa vegna ytri áhrifa, að upphæð kr. 27.416.659. Um er að ræða nýja kjarasamninga hjá nokkrum félögum, nýja vörpun starfsheita hjá KVH og LSS, nýjar launatöflur vegna hagvaxtarauka og leiðréttingu á vaktavinnuhvata í íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Áætlað er að um 21 m.kr. vegna þessa viðauka megi rekja til hagvaxtarauka lífskjarasamninga. Ekki var gert ráð fyrir áhrifum hagvaxtaraukans í fjárhagsáætlun 2022 þar sem upplýsingar um hann lágu ekki fyrir við vinnslu fjárhagsáætlunar 2022. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2022 til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar að teknu tilliti til þeirra viðauka sem staðfestar hafa verið og þeirra tillagna að viðaukum sem liggja fyrir á þessum fundi. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka vegna launa eins og hann liggur fyrir að upphæð kr. 27.416.659 vegna fjárhagsáætlunar 2022 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðaráð vísar viðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2022.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi jafnframt minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um viðaukann þar sem gert er grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlunarlíkani vegna 2022 sem mynda nú tillögu að heildarviðauka I. Meðal annars er ósk um viðauka nr. 12 vegna hækkana á framlögum frá Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 15.563.683. Tekið var út áætlað langtímalán að upphæð kr. 175.000.000 og áætlaðar afborganir vegna þess, íbúatala ársins 2021 breytt í samræmi við ársreikning og áætluð íbúatala ársins 2022 hækkuð upp í 1885. Áætluð verðbólga er hækkuð úr 3,3% í 5,9% samkvæmt Þjóðhagsspá að vori.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum heildarviðauka I.

Niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð um kr. 35.123.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta, Eignasjóðs og Aðalsjóðs, er neikvæð um kr. 42.199.000.
Áætlaðar fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta er kr. 232.415.000.
Áætluð lántaka Samstæðu A- og B- hluta er kr. 0.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta er kr. 242.486.000.

Fleiri tóku ekki til máls.


a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka vegna launa, viðauki nr. 11 að uppæð kr. 27.416.659 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er tilkominn vegna ytri áhrifa kjarasamninga og dreifist á málaflokka og deildir í samræmi við fyrirliggjandi viðaukabeiðni. Sveitarstjórn samþykkir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðaukabeiðni vegna hækkunar á framlögum Jöfnunarsjóðs að upphæð kr. 15.563.683, viðauki nr. 12 við deild 00100, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2022.