Frá félagsmálaráðuneytinu; Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 202203053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1021. fundur - 17.03.2022

Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað:

"b) Tekinn fyrir rafpóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, dagsettur þann 9. mars 2022, sem er erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks. Ráðuneytið leitar hér með til sveitarfélagsins um þátttöku í þessu brýna verkefni. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið með því að senda póst á netfangið frn@frn.is.
b) Byggðaráð er áhugasamt um að taka á móti flóttamönnum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda rafpóst á ofangreint netfang. Byggðaráð leggur jafnframt til að hugað verði að samráði og samstarfi við sveitarfélögin í kring í gegnum SSNE."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir upplýsingafundi sem sveitarstjóri og sviðsstjóri sóttu f.h. Dalvíkurbyggðar ásamt sviðsstjóra félagsmálasviðs sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið boðaði með bæjar- og sveitarstjórum og félagsmálastjórum um skipulag á komu flóttafólks frá Úkraínu til Íslands.
Lagt fram til kynningar.