Tekinn fyrir rafpóstur frá Skólastjórafélagi Íslands, dagsettur þann 19. janúar sl., þar sem meðfylgjandi er hvatnig til sveitarfélagsins að greiða skólastjórnendum fyrir vinnu sína við smitrakningu.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 20. janúar sl., þar sem er að finna yfirlýsingu Kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga til að bregðast við fyrirspurnum sveitarfélaga og stjórnenda skóla um réttmæti þess sem fram kemur af hálfu Félags grunnskólakennara að kennarar eiga rétt á tilteknum greiðslum í tengslum við COVID-19 vegna útkalla og sýnatöku.
Fram kemur m.a.;
"Þá er vísað til þess að Í sóttvarnalögum nr. 19/1997 með seinni tíma breytingum er kveðið á um skyldu
sóttvarnalæknis til að uppræta og koma í veg fyrir alvarlega smitsjúkdóma eins og COVID-19. Í 4. mgr, 12.
gr. laganna er kveðið á um rétt sóttvarnalæknis til aðgangs að gögnum til að gera faraldsfræðilega
rannsókn á uppruna smits og eftir atvikum hefja smitrakningu. Sérstaklega skal bent á að í 5. gr.
sóttvarnalaga er einnig kveðið á um að sóttvarnalækni sé heimilt að fela tilteknum aðilum,
ríkislögreglustjóra eða stofnunum að rekja smit þegar farsótt geisar og ber sóttvarnalæknir ábyrgð á
smitrakningunni."
Byggðaráð tekur undir með svæðisformönnum Skólastjórafélags Íslands að stjórnendur og starfsmenn skólastofnana í Dalvíkurbyggð, sem og um land allt, eiga mikið hrós skilið fyrir þá vinnu sem þeir hafa lagt á vogaskálarnar í baráttunni gegn Covid 19.