Á 364.fundi sveitarstjórnar þann 19.desember 2023 var eftirfarandi bókað:
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að veitustjóra verði falið að byrja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu eða hitaveitu. Hvort nýjar lausnir gætu verið í boði og hvort sveitarfélagið geti liðkað fyrir framgangi verkefna í þá átt.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og að ekki verði ráðist í frekari rannsóknir í Skíðadal og Svarfdaðardal á grunni skýrslu ÍSOR.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar að veitustjóra verði falið að byrja vinnu við kortlagningu lögbýla sem ekki eru tengdir vatnsveitu eða hitaveitu. Hvort nýjar lausnir gætu verið í boði og hvort sveitarfélagið geti liðkað fyrir framgangi verkefna í þá átt.