Fjárhagsáætlun 2021; heildarviðauki III - útkomuspá

Málsnúmer 202110057

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1003. fundur - 28.10.2021

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti tillögu að útkomuspá fyrir árið 2021 / heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2021 í fjárhagsáætlunarlíkani með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið á árinu ásamt tillögu eftirfarandi viðaukum til viðbótar:
Viðauki 27 - breyting á áætlun útsvars
Viðauki 26 - TÁT - breyting á endurgreiðslu Fjallabyggð
Viðauki 25- TÁT launaviðauki og breytingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að útkomuspá fyrir árið 2021 / heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 339. fundur - 02.11.2021

Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti tillögu að útkomuspá fyrir árið 2021 / heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2021 í fjárhagsáætlunarlíkani með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið á árinu ásamt tillögu eftirfarandi viðaukum til viðbótar: Viðauki 27 - breyting á áætlun útsvars Viðauki 26 - TÁT - breyting á endurgreiðslu Fjallabyggð Viðauki 25- TÁT launaviðauki og breytingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að útkomuspá fyrir árið 2021 / heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og staðgengill sveitarstjóra, sem gerði grein fyrir ofangreindum heildarviðauka III og útkomuspá fyrir árið 2021; helstu forsendum og niðurstöðum.

Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða er áætluð neikvæð um 78,9 m.kr. fyrir Samstæðu A- og B- hluta.
Rekstrarniðurstaða er áætluð neikvæð um 70,4 m.kr. fyrir A-hluta.
Áætlaðar fjárfestingar fyrir Samstæðu A- og B- hluta eru um 153,5 m.kr.
Lántaka er áætluð 0 fyrir Samstæðu A- og B- hluta.
Veltufé Samstæðu A- og B- hluta er áætlað 179 m.kr. og handbært fé 164,4 m.kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðauka nr. 25, nr. 26., nr. 27.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2021 og útkomuspá 2021 eins og hún liggur fyrir.