Forgangsverkefni í áfangastaðaáætlun Norðurlands 2021

Málsnúmer 202108076

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 64. fundur - 01.09.2021

Í lok árs 2020 var birt ný áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Nánari upplýsingar um þau verkefni og áfangastaðaáætlunina er hægt að skoða hér https://www.northiceland.is/is/mn/verkefni/afangastadaaaetlun

Nú gefst tækifæri á að uppfæra viðkomandi lista en næsta úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða verður í haust og tekur sú úthlutun ma mið af því hvaða verkefni eru í áfangastaðaáætlun.
Því leitum við eftir því að fá uppfærðan lista frá ykkur yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni á ykkar svæði. Topp 5 listinn þarf að innihalda verkefni sem sveitarfélagið metur sem mikilvægt fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu á viðkomandi svæði.
Skila þarf inn verkefnum á eyðublaði sem er í viðhengi.
Ferlið er eftirfarandi:

1. Sveitarfélög og ferðamálafélög á viðkomandi svæði senda topp 5 lista.
2. Verkefni verða send inn til Ferðamálastofu sem forgangsverkefni Norðurlands til næstu 2 ára og birt í áfangastaðaáætlun.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að skila inn listanum fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.