Á 977. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 26. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við launaáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga vegna nýrra kjarasamninga sem voru samþykktir í lok desember 2020. Í fjárhagsáætlun 2021 var gert ráð fyrir launaskriði til að mæta nýjum kjarasamningum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 4.229.442, sem er nettó upphæðin þegar búið er að taka tillit til hlutdeildar Fjallabyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan launaviðauka að upphæð kr. 4.229.442, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2021, deild 04540. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.