Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Ósk um viðbótarfjármagn vegna viðgerðar á snjótroðara

Málsnúmer 202102149

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 21. febrúar 2021, þar sem upplýst er um bilun í snjótroðara og óskað eftir styrk vegna viðgerðarkostnaðar.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi einnig minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 22. febrúar 2021, þar sem lagt er til að í ljósi umræðu undanfarin ár og stöðunnar í dag að brugðist verði fljótt við og fjármagn tryggt til skíðafélagsins vegna viðhalds á troðara.

Með fundarboði fylgdi jafnframt viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.964.881 á deild 06800, lykil 9145. Um er að ræða tvo gíra að upphæð kr. 3.964.881 og áætlaðan flutningskostnað allt að kr. 1.000.000.
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindi Skíðafélags Dalvíkur og viðaukabeiðni allt að kr. 4.964.881 á deild 06800, lykil 9145, viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2021.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 129. fundur - 02.03.2021

Lögð fram til kynningar afgreiðsla sveitarstjórnar um fjármagn til viðhalds á snjótroðara skíðafélags Dalvíkur.

Byggðaráð - 979. fundur - 25.03.2021

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2021 var samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 4.964.881, styrkur til Skíðafélags Dalvíkur vegna bilunar á snjótroðara. Þar af var áætlaður flutningskostnaður kr. 1.000.000.

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir rafpósti frá Skíðafélagi Dalvíkur með ósk um að fá að nýta ofangreindan viðauka til fulls vegna frekari bilunar á snjótroðara. Kostnaðurinn fyrir gírum með flutning var tæpar kr. 4.500.000. Sviðsstjóri leggur til Skíðafélag Dalvíkur fái styrkinn greiddan að fullu, þ.e. kr. 4.964.881.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að Skíðafélag Dalvíkur fá styrkinn greiddan til fulls.

Sveitarstjórn - 334. fundur - 30.03.2021

Á 332. fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2021 var samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 4.964.881, styrkur til Skíðafélags Dalvíkur vegna bilunar á snjótroðara. Þar af var áætlaður flutningskostnaður kr. 1.000.000.

Á 979. fundi byggðaráðs þann 25. mars 2021 var tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir rafpósti frá Skíðafélagi Dalvíkur með ósk um að fá að nýta ofangreindan viðauka til fulls vegna frekari bilunar á snjótroðara. Kostnaðurinn fyrir gírum með flutning var tæpar kr. 4.500.000. Sviðsstjóri leggur til Skíðafélag Dalvíkur fái styrkinn greiddan að fullu, þ.e. kr. 4.964.881.

Eftirfarandi var bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að Skíðafélag Dalvíkur fá styrkinn greiddan til fulls."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.