Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Þórhalla Karlsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi og Hildur Birna Jónsdóttir, forstöðumaður Skammtímavistunar við Lokastíg, kl. 13:40.
a) Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 5. maí 2021, um styttingu vinnuviku hjá starfsmönnum í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Gísli Rúnar gerði grein fyrir framkvæmd á styttingunni og helstu niðurstöðum. Fram kom m.a. að samkvæmt Gullinbrúarskjali þá er áætlaður kostnaðarauki vegna þessa hjá Íþróttamiðstöðinni 2,6%. Kostnaður næst niður með kerfisbreytingum og með 25 mínútum í yfirvinnu sem eru ekki lengur í samningum.
b) Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, dagsett þann 5. maí 2021, um styttingu vinnuviku hjá starfsmönnum í íbúðakjarnanum í Lokastíg. Þórhalla og Hildur Birna gerðu grein fyrir framvæmd á styttingunni og helstu niðurstöðum. Fram kom m.a. að til að mæta styttingu vinnuvikunnar hjá starfsmönnum þarf að ráða í 60% starf til viðbótar. Um er að ræða ýmsar breytingar eins og vægi vinnuskyldustunda, vaktahvata, hækkun á vaktaálagi á næturvöktum og stórhátíðardögum.
Gísi Rúnar, Þórhalla og Hildur Birna viku af fundi kl. 14:18.