Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 23. mars 2021, þar sem gerð er grein fyrir endurnýjun tölvubúnaðar 2021 skv. endurnýjunaráætlun og fjárhagsáætlun 2021 eftir verðkönnun sem fengið hefur umfjöllun og afgreiðslu í UT-teyminu. Til þess að hægt sé að ganga frá innkaupum, þá vantar enn, eftir tilfærslur og breytingar, kr. 130.469 upp á heimild til búnaðarkaupa sem skiptist niður á 3 svið. Lagt er til að stjórnendum viðkomandi málaflokka / deilda verði falið að finna svigrúm innan fjárhagsáætlunar fyrir þeim upphæðum sem vantar og að UT-teymi fái heimild til að ljúka við innkaupin samkvæmt fyrirliggjandi forsendum.
Kr. 38.252 Félagsmálasvið.
Kr. 78.145 á Fjármála- og stjórnsýslusvið.
Kr. 14.075 á Framkvæmdasvið (áður UT-svið).