Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 7. júlí 2020 þar sem fram kemur
Við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að setja niður um 2 til þrjár rotþrær, en eins og ætíð er óljóst hverjir koma til með að óska eftir þessari þjónustu Fráveitu Dalvíkurbyggðar á hverju ári. Í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- í þennan málaflokk og nú þegar er búið að setja niður tvær rotþrær að fjárhæð kr. 1.076.000,-. Fyrir liggja umsóknir um rotþrær frá 5 aðilum þar að auki.
Í 3. gr. í gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar segir: „Árlegt rotþróargjald sem lagt er á hverja íbúð, þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár, er kr. 12.621,72 kr. pr. losun. Að auki er greitt fast gjald 16.270,66 kr. pr. á hverja íbúð, til að standa straum að kostnaði vegna niðursetningar á rotþrónni.“
Að framansögðu er óskað eftir viðauka að fjárhæð kr. 2.800.000,-, sjá viðhengi.