Tillaga vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020.
a)
Staðfesting á kjörskrá
Samanber bréf dagsett þann 9. júní 2020 frá Þjóðskrá Íslands.
b)
Fullnaðarumboð til byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til að úrskurða um athugasemdir við kjörskrá.
Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár, sbr. ákvæði 27. gr. VI. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum.
c)
Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020, sbr. 10. gr. III. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24. frá 16. maí 2000 og sbr. 68. gr. XIII. kafla laga um kosningar til Alþingis með síðari breytingum
Sbr. 10. gr og 68. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að kjörskrá vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020. Á kjörskrá eru 1.324, 687 karlar og 637 konur.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár, sbr. ákvæði 27. gr. VI. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.