Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 934. fundi byggðaráðs þann 13. febrúar sl. fól byggðaráð sveitarstjóra að kanna með möguleika á lengri tíma afleysingu fyrir fjármála- og stjórnsýslusvið vegna veikinda. Með fundarboði fylgdu drög að samningi við Projects ehf. um sérfræðiþjónustu í þessum veikindaforöllum ásamt beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna þessa. Óskað er eftir viðauka að upphæð 7.500.000 kr við deild 21400, skrifstofa Dalvíkurbyggðar, á lið 4391, sérfræðiþjónusta. Óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlögð drög að samningi við Projects ehf. um sérfræðiþjónustu og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 7.500.000 kr við deild 21400, skrifstofa Dalvíkurbyggðar, á lið 4391, sérfræðiþjónusta, og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."