Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:40.
Þann 8. júní 2020 var haldinn umræðufundur fulltrúa úr landbúnaðarráði, fjallskilanefnd Dalvíkurdeildar, sviðsstjóra U&T sviðs og sveitarstjóra ásamt Ólafi Vagnssyni sérfræðingi. Fundargerð þess fundar fylgdi með fundarboði, þar sem kemur fram að gengið var frá fyrirkomulagi gangna í Dalvíkurdeild. Þar með er gert ráð fyrir að núverandi fjallskilanefnd Dalvíkurdeildar starfi áfram.
Til umræðu afgreiðsla Landbúnaðarráðs frá 13. febrúar 2020 þar sem til umræðu var að skipa nýja fjallskilanefnd í Dalvíkurdeild.
Börkur Þór vék af fundi kl.14:00.
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra og formanni að taka saman öll þau gögn sem málið varða til áframhaldandi úrvinnslu.