Óskað hefur verið eftir því að Dalvíkurbyggð veiti aðila sem er ekki með starfsemi í Dalvíkurbyggð aðgang að ÆskuRækt / frístundagátt Dalvíkurbyggðar. Þetta þýðir að viðkomandi aðili getur skráð inn námskeið og þá birtist viðkomandi námskeið með öllum þeim námskeiðum sem eru í boði í Dalvíkurbyggð. Reglur um hvatagreiðslur eru með þeim hætti að slík námskeið eru styrkhæf, ef þau eru ekki í boði í sveitarfélaginu. Þarna er eingöngu verið að fara fram á að fá aðgang að rafrænni leið til að fá styrkinn, í stað þess að skila inn kvittun til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þegar slíkt gerist.
Aðgangur að frístundagátt sveitarfélagsins einskorðast við félög í Dalvíkurbyggð. Áfram verður hægt að fá styrk fyrir námskeiðum sem ekki eru í boði í Dalvíkurbyggð með framvísun kvittunar til íþrótta- og æskuýðsfulltrúa.