Með rafpósti, sem dagsettur er 27.05.2019, kom eftirfarandi fram: "Sambandið er að undirbúa samantekt og ritun greinargerðar um fjárhagsstöðu hafna fyrir Hafnasamband Íslands með sama hætti og mörg undanfarin ár. Verður gerð grein fyrir niðurstöðum á hafnafundi í september nk. Meðfylgjandi er excel-skjal sem við biðjum ykkur að fylla út. Um er að ræða yfirlit yfir helstu stærðir úr ársreikningi 2018, fjárhagsáætlun 2019 og 2020 skv. 3ja ára áætlun. Loks er beðið um upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir 2019-2022 og nokkrar almennar upplýsingar um starfsemi hafnarsjóðs."
Erindinu var svarað 28.05.2019, með umbeðnum upplýsingum.