Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Áform fjármálaráðherra um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 201903081

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 901. fundur - 21.03.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 18. mars 2019, þar sem kynnt er bókun stjórnar Sambandsins og erindi til fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðrar skerðingar á framlögum til Jöfnunarsjóðs um 3,3 m.kr. á næstu tveimur árum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í ofangreindar upplýsingar og áhrif á fjárhag Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Á 901. fundi byggðaráðs þann 21. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 18. mars 2019, þar sem kynnt er bókun stjórnar Sambandsins og erindi til fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðrar skerðingar á framlögum til Jöfnunarsjóðs um 3,3 m.kr. á næstu tveimur árum. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna í ofangreindar upplýsingar og áhrif á fjárhag Dalvíkurbyggðar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs innanhúss hvað ofangreint varðar. Til umræðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að draga saman helstu upplýsingar um ofangreindri samantekt og senda á fjármálaráðherra og afrit á Samband íslenskra sveitarfélaga.

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 20. júní 2019, þar sem fram kemur að þau ánægjulegu tíðindi hafa nú birts á formlegan hátt í breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við tillögu að fjármálaáætlun að horfið er frá frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs. ´

Málið var til umfjöllunar á fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 þar sem kynnt voru áform fjármálaráðherra um skerðingar á framlögum til Jöfnunarsjóðs um 3,3 millj.kr. á næstu tveimur árum.

Lagt fram til kynningar og byggðaráð tekur undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga að þessu ber að fagna.