Tekið fyrir erindi frá Barnaheill dags. 25.02.2019 þar sem kynnt er að Barnaheill- Save the children á Íslandi hefji von bráðar hjólasöfnun sína í áttunda sinn. Frá upphafi hjólasöfnunar hafa hátt í 1800 börn notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna-barnahreyfingu IOGT og ýmsa aðra velunnara. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn og ungmenni í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól til söfnunarinnar og sjá sjálfboðaliðar um viðgerðir á hjólunum áður en þeim er úthlutað. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu félagsþjónustu og verða sendar þaðan. Barnaheill hefur síðan samband við skjólstæðinga vegna úthlutunar. Barnaheill hefur verið í samstarfi við Eimskip/Flytjanda sem hafa flutt hjólin á milli landshluta.