Lagt fram rafbréf frá Þór G. Þórarinssyni, sérfræðingi hjá Félagsmálaráðuneytinu, dags. þann 25.janúar 2019. Í rafbréfinu er verið að minna á lögfestan rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Þann 1. október sl. tóku gildi lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Eitt af markmiðum laganna er lögfesting á rétti fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Í lok desember sl. skrifaði félags- og jafnréttimálaráðherra undir reglugerð um NPA. Til að formgera og auka gæðin við framkvæmd NPA hefur samhliða setningu reglugerðarinnar um NPA verið tekin ákvörðun um að endurskoða eyðublöð vegna samkomulags um vinnustundir, einstaklingssamninga og starfssamninga. Samningarnir eru í vinnslu, einhverjir tilbúnir og aðrir að verða klárir. Handbók um NPA er einnig í endurskoðun á grundvelli reglugerðarinnar um NPA og er gert ráð fyrir því að ný útgáfa verði tilbúin í lok febrúar.