Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 25.01.2019 þar sem vakin er athygli á því að komin eru inn á samráðsgátt stjórnvalda áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. Opið er fyrir samráð og umsagnir til 4. febrúar.
Umræddar lagabreytingar snúast m.a. um að kennarar afli sér kennsluréttinda í námi sínu óháð tilteknu skólastigi með einu grunnleyfisbréfi. Sveitarfélög eru hvött til þess að kynna sér áformin og senda inn eigin umsögn sjái þau ástæðu til þess.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Arna Arngrímsdóttir og Telma Björg Þórarinsdóttir fóru af fundi kl.09:08