Tómstundir í Árskógarskóla

Málsnúmer 201811029

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 105. fundur - 04.12.2018

Tekið fyrir rafpóstur frá foreldraráði Árskógarskóla, þar sem það óskar eftir því að koma því á framfæri við Íþrótta og æskulýðsráð að þegar verið er að skipuleggja æfingatíma í öllum tómstundum ásamt þeim skemmtunum sem félagsmiðstöðin býður uppá fyrir börnin í sveitarfélaginu að passað sé upp á að horfa á allt sveitarfélagið í heild en ekki bara miða við Dalvíkurskóla.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hafði þegar svarað erindinu og er honum falið að vinna þetta áfram í samvinnu við foreldrafélagið.