Trúnaðarmál

Málsnúmer 201809086

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 69. fundur - 19.09.2018

Ella Vala Ármannsdóttir, formaður, og Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður voru fjarverandi og í stað þeirra komu Guðmundur Kristjánsson og Katrín Sif Ingvarsdóttir, varamenn.
Undir þessum lið kom Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri inná fundinn kl 8:00.
Katrín vék af fundi kl 8:10

Byggðaráð - 882. fundur - 04.10.2018

Á 68. fundi menningarráðs þann 3. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs upplýsti ráðið um uppsögn Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur forstöðumanns á Byggðasafninu Hvoli og tók uppsögnin gildi frá og með 1.júní 2018.Lagt fram til kynningar. "

Í samráði við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs lagði sveitarstjóri fram tillögu um að 50% starf forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols verði lagt niður og sameinað 100% starfi forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns þannig að úr verði einn forstöðumaður safna. Fram kom á fundinum að menningarráð var upplýst á fundi menningarráðs þann 19. september s.l. og að fyrir liggja drög að starfslýsingu fyrir forstöðumann safna.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um að starf forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols verði lagt niður og það sameinað starfi forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns þannig að úr verði einn forstöðumaður safna.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að breytingin taki gildi frá og með 1.nóvember 2018.