Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 77. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. september 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekjur Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar á fyrstu sjö mánuðum árins eru töluvert meiri en áætlun 2018 gerði ráð fyrir, munar þar um 13,6 milljónum. Eftir skoðun á þeim tekjum sem vænta má á síðari hluta ársins leggur veitu- og hafnaráð til við byggðarráð að tekjuáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2018 verði hækkuð um kr. 20,0 milljóir. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu." Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 27, að upphæð kr. 20.000.000 á lykil 41010-0248, mætt með hækkun á handbæru fé. "
Enginn tók til máls.