Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Daníelsdóttir, þjónustu- og innheimtufulltrúi, kl. 13:00.
Tekið fyrir minnisblað sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og þjónustu- og innheimtufulltrúa um endurskoðun á leiguverði Félagslegra íbúða. Í minnisblaðinu er farið yfir samanburð á leiguverði íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar og leiguverði samkvæmt skýrslu KPMG fyrir Varasjóð húsnæðismála, sem var kynnt í byggðaráði 5. apríl s.l., og samkvæmt verðsjá leiguverðs í Dalvíkurbyggð af vef Þjóðskrá Íslands. Minnisblaðið ásamt meðfylgjandi gögnum er lagt fram til umræðu til ákvörðunar á hækkun leiguverðis frá og með 1.1.2019.