Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ný lög um lögheimili og aðsetur

Málsnúmer 201807058

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 871. fundur - 12.07.2018

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 6. júlí 2017, er varðar ný lög um lögheimili og aðsetur. Meginmarkmið laganna er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning fólks sé rétt en rétt skráning er mikilvæg m.a. með tilliti til réttaröryggis í meðferð ágreiningsmála sem snerta búsetu og aðsetur. Á heimasíðu Sambandsins er aðgengilegt ítarefni frá lögfræði- og velferðarsviði Sambandsins yfir helstu breytingar á lögunum. Lögin öðlast gildi 1. janúar 2019, nema 3. mgr. 2. gr. og 7. gr. sem taka gildi 1. janúar 2020.



Lagt fram til kynningar.