Á 75. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi fært til bókar: "Eins og fram hefur komið er nauðsyn á að dýpka næst Austurgarði, þ.e. við stálþilið og í u.þ.b. 5m frá þili. Gert er ráð fyrir því að núverandi verktak sjái um þennan verkþátt á einingarverði. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er magnið um 2.000 m3. Gert er ráð fyrir að efninu sem upp verði mokað verði komið fyrir í fjörunni norðan við núverandi ytri mannvirki Dalvíkurhafnar."
Einnig var fært til bókar eftirfarandi niðurstaða:"Veitu- og hafnaráð samþykkir að gerð verði verðkönnum hjá núverandi verktaka í umræddan verkþátt. Ef viðunandi tilboð kemur þá hefur sviðsstjóri heimild til að semja við verktaka."
Á 77. fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi fært til bókar: „Sviðstjóri kynnti tilboð verktaka samkvæmt ofangreindu og samþykki frá sigligasviði Vegagerðar ríkisins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tilboð Árna Helgasonar ehf.“
Nú liggur fyrir mæling á fjarlægðu efni vegna dýpkunar og er það um 1240 m3 og kostnaður því um kr. 2.900.000,-.