Tekin fyrir greinargerð sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 2.júlí 2018, er varðar mat á ráðningu kennsluráðgjafa / sérfræðings á fræðslu- og menningarsviði.
Samkvæmt vinnureglum Dalvíkurbyggðar á forstöðumaður stofnunar eða sviðsstjóri, áður en eldra starf er auglýst laust til umsóknar, að framkvæma mat á þörf fyrir ráðningu í starfið og skila slíku mati skriflega til sveitarstjóra sem leggur það fyrir byggðaráð ef þörf krefur. Kanna skal hvort þörf er á breytingu á starfslýsingu eða kröfum til umsækjenda eða ekki. Einnig skal kanna möguleika þess að leggja starfið niður eða sameina það öðru. Kanna skal hvort þörf er á breytingu á starfslýsingu eða kröfum til umsækjenda eða ekki. Einnig skal kanna möguleika þess að leggja starfið niður eða sameina það öðru.
Lagt er til að auglýst verði eftir starfsmanni í starfið í 80%-100% stöðugildi.
Til umræðu ofangreint.