Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun Árskógar- og Dalvíkurskóla fjárhagsárið 2018; skólamáltíðir

Málsnúmer 201806127

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 870. fundur - 04.07.2018

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 28. júní 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Árskógarskóla og Dalvíkurskóla vegna ársins 2018 vegna mistaka / misskilnings við útreikninga/bókunar á mötuneytiskostnaði.

Óskað er eftir viðauka við Dalvíkurskóla, deild 04210, að upphæð kr. 12.250.800 nettó, og við Árskógarskóla, deild 04240, að upphæð kr. 1.347.000 nettó.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 15:02.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum er varðar tekjuhlið viðaukans hvað Dalvíkurskóla varðar.

Byggðaráð - 873. fundur - 09.08.2018

Formaður byggðaráðs kom inn á fundinn að nýju kl.13:33 og tók við fundarstjórn.

Á 870.fundi byggðaráðs þann 4.júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 28. júní 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Árskógarskóla og Dalvíkurskóla vegna ársins 2018 vegna mistaka / misskilnings við útreikninga/bókunar á mötuneytiskostnaði. Óskað er eftir viðauka við Dalvíkurskóla, deild 04210, að upphæð kr. 12.250.800 nettó, og við Árskógarskóla, deild 04240, að upphæð kr. 1.347.000 nettó.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum er varðar tekjuhlið viðaukans hvað Dalvíkurskóla varðar."

Fyrir fundinum liggur útskýring frá skólastjóra Dalvíkurskóla. Í upphaflegri fjárhagsáætlun var fyrir mistök öll fæðissala til nemenda og starfsfólks sett undir einn fjárhagslykil (0240 - fæðissala til nemenda. Þá var í upphaflegri áætlun vegna fæðissölu til starfsmanna gert ráð fyrir 35 starfsmönnum en raunin var 29 starfsmenn sem skýrir lægri fjárhæð við endurskoðun á lykli 0238 samanborið við endurskoðun
á lykli 0240.

Til umræðu ofangreint
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2018 vegna Dalvíkurskóla, deild 04210, að upphæð kr. 12.250.800 nettó. Viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr.21 við fjárhagsáætlun 2018 vegna Árskógarskóla, deild 04240, að upphæð kr. 1.347.000 nettó. Viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.