Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga og drög að erindisbréfi um ráðningarnefnd Dalvíkurbyggðar.
Tilgangur nefndarinnar væri:
Að styrkja framkvæmd á starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar.
Að fylgja eftir ákvæðum um ráðningar í Samþykkt um fjárhagsáætlunferli Dalvíkurbyggðar.
Að fylgja eftir ákvæðum um ráðningar í Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar ásamt handbókum.
Lagt er til að eftirtaldir starfsmenn skipi nefndina en nefndin eigi samráð við stjórnendur og starfsmenn eftir því sem þurfa þykir:
Sveitarstjóri
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Launafulltrúi
Til umræðu ofangreint.