Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Ráðningarnefnd Dalvíkurbyggðar - tillaga

Málsnúmer 201806125

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 870. fundur - 04.07.2018

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 871. fundur - 12.07.2018

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga og drög að erindisbréfi um ráðningarnefnd Dalvíkurbyggðar.

Tilgangur nefndarinnar væri:
Að styrkja framkvæmd á starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar.
Að fylgja eftir ákvæðum um ráðningar í Samþykkt um fjárhagsáætlunferli Dalvíkurbyggðar.
Að fylgja eftir ákvæðum um ráðningar í Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar ásamt handbókum.

Lagt er til að eftirtaldir starfsmenn skipi nefndina en nefndin eigi samráð við stjórnendur og starfsmenn eftir því sem þurfa þykir:
Sveitarstjóri
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Launafulltrúi

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að ráðningarnefnd og drögin að erindisbréfi eins og þau liggja fyrir.