Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2018 með þeim 16 viðaukum sem samþykktir hafa verið í byggðaráði og sveitarstjórn það sem af er árs.
Samkvæmt heildarviðaukanum er niðurstaða Aðalsjóðs að lækka úr um 20,3 m.kr. afgangi og í um 2,1 m.kr. halla. Niðurstaða A-hluta er að lækka úr 68,9 m.kr. afgangi og í 52,2 m.kr. afgang. Niðurstaða samstæðu A- og B- hluta er að lækka úr 90,5 m.kr. afgangi og í 73,3 m.kr. afgang.
Fjárfestingar eru að hækka úr 267,3 m.kr. og í 287,1 m.kr. eða um 19,8 m.kr.
Til umræðu ofangreint.