Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs lagði fram tilboð frá tveimur aðilum í búnað til hreinsunar á fráveitu þannig að útræsi uppfylli kröfur um 1. stigs hreinsun. Annars vegar er um snígilshreinsun en hinsvegar um „tröppurist“ að ræða. Munur á þessum tveimur útfærslum er sá að tröppurist hreinsar betur heldur en snígillinn en rýmið sem búnaðurinn kallar á er svipaður.
Fyrir ráðinu liggja tvö tilboð í tröppurist frá Andersons Water á kr. 5.944.000,- og frá Mellegard & Naij á kr. 4.168.000,-
Síngilbúnaðurinn er frá Varma og vélaverk á kr. 5.115.000,-.
Svisstjóri leggur til að gengið verði til samninga við Mellegard & Naij.