Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 201709076

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 210. fundur - 12.09.2017

Teknar voru fyrir gjaldskrár félagsmálasviðs, um heimilisþjónustu, lengda viðveru, dagmæður og fjárhagsaðstoð. Gjaldskrárnar voru hækkaðar samkvæmt neysluvísitölu miðað við septembermánuð til viðmiðunar um hækkun ársins. Lagt er til að gjaldskrár næsta árs verði hækkaðar miðað við þessa tillögu nema miklar breytingar verði á vísitölunni.
Félagsmálaráð samþykkir að hækka gjaldskrár samkvæmt vísitölu um áramót 2017/2018.

Sveitarstjórn - 294. fundur - 19.09.2017

Á 210. fundi félagsmálaráðs þann 12. september 2017 var eftirfarandi samþykkt:
"Teknar voru fyrir gjaldskrár félagsmálasviðs, um heimilisþjónustu, lengda viðveru, dagmæður og fjárhagsaðstoð. Gjaldskrárnar voru hækkaðar samkvæmt neysluvísitölu miðað við septembermánuð til viðmiðunar um hækkun ársins. Lagt er til að gjaldskrár næsta árs verði hækkaðar miðað við þessa tillögu nema miklar breytingar verði á vísitölunni.
Félagsmálaráð samþykkir að hækka gjaldskrár samkvæmt vísitölu um áramót 2017/2018."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu félagsmálaráðs á gjaldskrám 2018;
Dagmæður niðurgreiðsla.
Heimilsþjónusta
Lengd viðvera.
Fjárhagsaðstoð, framfærslukvarðar.

Félagsmálaráð - 220. fundur - 28.08.2018

Teknar voru fyrir gjaldskrár félagsmálasvið Dalvíkurbyggðar eins og þær eru fyrir árið 2018. Samkvæmt fyrri ákvörðunum hefur verið samþykkt að hækka gjaldskrár samkvæmt vísitölu hækkunum.
Lagt fram til kynningar.