Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarandi bókað.
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, bréf dagsett þann 26. mars 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 915.000 vegna kaupa á hjólabraut frá Alexandra Kárasyni. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna hjólabrautar kr. 5.900.000, sem er grunnkostnaður á brautinni. Það sem vantar upp á er flutningur og samsetning. Einnig er óskað eftir að fá að kaupa svokallað entrykit á brautina. Til umræðu ofangreint. Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 08:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 915.000, viðauki nr. 5/2018 við deild 32200. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.