Hjólabraut

Málsnúmer 201706004

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 13. fundur - 02.06.2017

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir ráðinu Modular Pump track hjólabrautir frá Lex Games.
Ungmennaráð telur mikilvægt að bæta aðstöðu til hjólabretta- og hjólaiðkunar á svæðinu. Slík hjólabraut myndi klárlega gera það. Ungmennaráð mælir eindregið með því að skoðað verði samhliða fjárhagsáætlun næsta árs að keypt verði slík braut og mælir þá með því að keyptur verði "Fjarkinn". Ungmennaráð telur eðlilegt að verkefnið "Heilsueflandi Samfélag" tengist slíkri uppbyggingu og óskar eftir því að stýrihópur um verkefnið fjalli um málið.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 91. fundur - 06.06.2017

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir ráðinu Modular Pump track hjólabrautir frá Lex Games. Íþrótta-og æskulýðsráð tekur jákvætt í að fá slíka braut á Dalvík. Ákveðið að taka málið upp í haust við vinnu við fjárhagsáætlun.

Byggðaráð - 861. fundur - 28.03.2018

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, bréf dagsett þann 26. mars 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 915.000 vegna kaupa á hjólabraut frá Alexandra Kárasyni. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna hjólabrautar kr. 5.900.000, sem er grunnkostnaður á brautinni. Það sem vantar upp á er flutningur og samsetning. Einnig er óskað eftir að fá að kaupa svokallað entrykit á brautina.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 08:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 915.000, viðauki nr. 5/2018 við deild 32200. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 302. fundur - 17.04.2018

Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarandi bókað.
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, bréf dagsett þann 26. mars 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 915.000 vegna kaupa á hjólabraut frá Alexandra Kárasyni. Í fjárhagsáætlun 2018 er heimild vegna hjólabrautar kr. 5.900.000, sem er grunnkostnaður á brautinni. Það sem vantar upp á er flutningur og samsetning. Einnig er óskað eftir að fá að kaupa svokallað entrykit á brautina. Til umræðu ofangreint. Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 08:48.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 915.000, viðauki nr. 5/2018 við deild 32200. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka að upphæð kr. 915.000, viðauki nr. 5/2018 við deild 32200, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Samhliða samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að gengið verði til samninga við Alexandra Kárason um kaup á hjólabrautinni skv. ofangreindu.